Það er til fólk sem hugsar fallega

Mér hefur fundist vanta ýmislegt upp á andann hérna í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Einhvern veginn finnst mér eins og við Íslendingar séum alltaf meira og minna að bölsótast út í allt og alla. Neikvæðnin veður uppi og virðingaleysið allsráðandi. Við vöðum yfir allt og alla. Erum löngu hætt að hafa trú á dómsvaldinu, launanefndum og pólitíkusum.
Glæpamenn eru umfjöllunarefni í þriðju hverri frétt og allir brjálaðir út í Eyjólf Sverrisson og leikmenn landsliðsins sem eru engan veginn að gefa af sér í landsleikina.

EN!....út úr þessu svartnætti þá fékk ég sólina beint í andlitið og síðan á þriðjudaginn hef ég brosað alveg út að eyrum og hef ég núna alveg tröllatrú á samlöndum mínum. Tala nú ekki um landsliðið.

Þannig er mál með vexti að ég var á fundi niður í miðbæ um hádegisbilið á þriðjudaginn s.l. Ég lagði í stæðið, 100 kall í stöðumælinn. Lagði miðann á mælaborðið. Hugsaði samt sem áður að ég hefði að öllum líkindum keypt of stuttan tíma fyrir stæðið. En ég ákvað bara að láta slag standa og vonaði að þessi fundur myndi ganga vel fyrir sig og ég myndi sleppa áður en tíminn yrði úti og sekt fallin á rúðuþurrkuna. En eins og alltaf þá var fundurinn náttúrulega helmingi lengri en ég áætlaði. Þegar ég gekk loks að bílnum mínum, ásamt vinnufélaga mínum, var ég alveg 100% á því að ég væri kominn með sekt. Ég leit á rúðuþurrkuna og viti menn, það var hvítur miði undir þurrkunni, en ekki sekt! Heldur stöðumælamiði sem dugði til 13.40. Klukkan er 12.20 þegar hér er komið við sögu og miðinn minn hafði runnið út. 11.45

Einhver einstaklega umburðarlyndur og vandlega hugsuð persóna hafði gefið mér tíma, svo ég myndi nú ekki fá sekt.
Ég var svo þrumulostinn og ánægður með lífið á þessari stundu að ég hreinlega gat varla komið upp einu orði. Svo undrandi var ég. Ég sýndi vinnufélaga mínum miðann og honum fannst þetta alveg stórkostlegt. Á meðan ég var að koma mér út úr miðborginni talað ég ekki um annað en þessa yndislegu manneskju sem sýndi mér fram á að umburðarlyndi fyrirfinnst í íslensku samfélagi. Ég var svo bergnuminn að ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var komin að BSÍ, að ég hélt ennþá á miðanum. Miðanum sem átti ennþá eftir rúma klst. Hvað var ég að hugsa? Af hverju gaf ég ekki einhverjum öðrum miðann, einhverjum sem var að renna út á tíma. Þvílíkur hálfviti var ég. Ég fékk hreinlega fyrir hjartað og samviskubitið át mig að innan.

Er þetta kannski málið með okkur? Umburðarlyndið er til staðar, við erum bara að flýta okkur allt of mikið og hættum að hugsa um náungann. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég fattaði að ég hélt ennþá á miðanum.
Að sjálfsögðu keyrði ég styðstu leið til baka að bílastæðinu og smellti miðanum undir rúðuþurrkuna hjá einum sem átti rétt tæpar 3 mín eftir af sínum bílastæðatíma. Vona bara að hann sé núna brosandi út í heiminn eins og ég.
Tala nú ekki um að einungis 20 mín seinna fékk ég sent sms frá Happadrætti Háskólans. Vinningur vannst á númerið mitt og ég 15.000 krónum ríkari. Núna brosi ég ekki bara út í íslendinga, heldur allan heiminn og syng eins og í auglýsingunni......Til hamingju þið....sem leggið okkur lið....megi lukkan blessa heimilið....

Ég elska ykkur öll

Raggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Þetta finnst mér frábært. Til hamingju með vinninginn og æðislegan dag.

Ásta María H Jensen, 14.9.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Raggi

Höfundur

Raggi
Raggi
Ég er nú hérna bara til að geta tekið þátt í umræðunni, án þess þó að þurfa eiga fyrsta orðið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 190

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband