7.5.2007 | 02:01
Allt sem fer niður virðist fara aftur upp!
Vikan byrjaði á því að Man Utd átti ekki séns í AC. Ég meira að segja gat ekki með góðu móti klárað leikinn! Þvílík upprúllun. En síðustu dagar hafa nú aldeilis verið geggjaðir. Upp úr svartnættinu steig lítill prins. jú jú. Barn númer tvö er komið í heiminn. Hvorki meira né minna. Afskaplega vel heppnað eintak. Allt búið að ganga eins og í sögu. Síðan tekur Enski titilinn á móti manni á þessum fallega sunnudegi. Án þess þó að þurfa horfa á Utd í 90 mín. SIR FERGUSON í LANDSLIÐIÐ TAKK! Ég tel reyndar ekki með árganga mót Fram sem haldið var í Mýrinni í gær. Þar duttum við 76 árgangurinn út í vítaspyrnukeppni á móti 68 kynslóðinnI! Eða hvað maður á að kalla þessa meistara. Þeir jöfnuðu þegar 2 sek voru eftir af leiknum og kláruðu síðan vítakeppnina með Liverpool stæl. En slík var stemmningin í Mýrinni í gær að þetta tap var fljótt að gleymast. Það verður rosaleg stemmningin í Laugardalnum. Fram vs Valur í fyrsta leik. Úff
Síðan kíkti sá hlédragi tengdaföður minn í heimsókn áðan. Aðeins að tékka á nýja prinsinum. Ég spurði karl hvernig hefði gengið ó opnunarmótinu í Grafarhotinu. " Svona tja, tja" og síðan tróð hann upp í sig flottasta kjúklingabitanum á disknum mínum og sagði bara bless. Síðan er maður hérna í vinnunni að ganga frá nokkrum hnútum svo maður geti fyrir alvöru farið að huga að fæðingarorlofinu. Og hvað sé ég. Tengdó númer 2 í mótinu! Ég bara spyr hvernig ætli morgundagurinn verði?
En það er nú víst þannig að allt sem fer upp kemur líka niður. Nema kannski Framsók. Þar er ekkert sem fer upp né niður!
Tja....maður spyr sig!
Um bloggið
Raggi
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 363
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.