"Hinir ábyrgu sýna almenningi löngutöng" - VS - Kvikmyndin The Queen

Ég las viðtal Jóns Hákons Halldórssonar  við Gylfa Magnússon, dósent í hagfræði inn á Vísir.is. 18. jan. 2009

Ágætis viðtal og margt athyglisvert sem kemur þar fram og því miður mikið til í sjálfri fyrirsögninni. "Hinir ábyrgu sýna almenningi löngutöng"

Eftir að ég hafði lesið greinina horfði ég á óskarsverðlaunamyndina The Queen á Stöð 2 bíó.Virkilega vel unnin mynd og frábær leikur hjá Helen Mirren.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég horfi á þessa mynd. Ég hef séð hana tvisvar áður. En aldrei hafði hún snert mig svona sterkt eins og í þetta skipti.

Það sem gerði það að verkum að ég upplifði The Queen með öðrum hætti nú en áður, var sú staðreynd að ég og margir íslendingar erum að upplifa svipaðar tilfinningar og almenningur í Bretlandi upplifði daginn sem að Díana dó. Sérstaklega þó vikurnar þar á eftir.
Ég á þá ekki eingöngu við um áfall almennings vegna fráfalls Díönu sjálfrar, heldur fyrst  og fremst viðbrögð Englands drottingar í kjölfar dauða Díönu. Sú reiði og  vonbrygði í garð hins fullkomna yfirvalds, drottningar í þessu tilvikiu, sem fylgdu í kjölfarið.

Ég á tiltölulega auðvelt með að heimfæra þessa upplifun yfir á ástandið hérna heima. Eina sem ég tel vera frábrugðið í þessum samanburði er vissulega sú staðreynd að yfirvaldið á íslandi er kosið af almenningi. Drottningin er erfingi embættisins.

Þessa stundina erum við að syrgja dauða íslensks hagkerfis. Við erum vissulega búin að vera leita af þeim sem bera ábyrgð. En að því slepptu þá eru það viðbrögð stjórnenda og yfirvaldsins vegna dauða hagkerfisins sem vekja mesta athygli þessa stundina.  Er skortur á skilningi yfirvalda í garð almennings?

Ég mæli með því að fólk og ekki síður yfirvaldið og stjórnendur horfi á The Queen með þessum augum.
Góða skemmtun
mbl.is Skipta út þeim sem sigldu skútunni í strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Raggi

Höfundur

Raggi
Raggi
Ég er nú hérna bara til að geta tekið þátt í umræðunni, án þess þó að þurfa eiga fyrsta orðið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 363

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband