25.3.2009 | 11:06
Jóhanna er ekki að átta sig á stöðu mála í landinu!
Það á sem sagt ekkert að gera! Framsókn, Sjálfstæðismenn og VG eru þeir einu sem eru að koma með einhverjar hugmyndir. Samfó, hvað er í gangi????
Við viljum að eitthvað sé gert. Að loka sendiráðinu í Svíþjóð er bara ekki nóg. Þið eruð gjörsamlega hauslaus eftir að Ingibjörg hætti. Meira að segja Össur segir ekki orð!!!!!
Gylfi, nú skaltu leggja frá þér þennan hroka og koma með einhverjar 2009 tillögur úr því 2007 tillagan hanst Tryggvar var ekki nóguð góð fyrir þig.
Mundu Gylfi, þú ert ekki lengur HÁSKÓLAPRÓFESSOR. NÚ ÞARFTU AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN SEM SKIPTIR MÁLI OG ÞÚ VERÐUR DÆMDUR ÚT FRÁ ÞVÍ ÞAÐ SEM EFTIR ER. EKKI VERA ÞEKKTUR FYRIR AÐ VERA HAGFRÆÐINGURINN SEM GERÐI EKKI NEITT í hagfræði ritinu. Þá hefðirðu betur geta sleppt því að gefa kost á þér í þetta embætti.
Hafnar flatri niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Raggi
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 363
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Ef þú ert að kalla eftir 300-900 milljarða skyndilausn án forsendna í íslenskum raunveruleika, þá færðu ekki slíka lausn frá Samfylkingunni. Ég má hinsvegar til með að senda þér yfirlit yfir þær aðgerðir sem ríkisvaldið hefur samþykkt að grípa til. Vonum að Alþingi bregðist ekki í að samþykkja það sem enn vantar uppá til að hann gangi í gegn - Jóhanna hefur sagt hátt og skýrt að hún vilji að Alþingi starfi þar til öll mikilvæg mál verði í höfn.
Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum
Og annað - hefur þú heyrt trúverðuga skýringu á því hvernig ríkisstjóður á að standa undir flötum niðurfellingum skulda ? - 300 milljörðum bara fyrir húsnæðisskuldir.
Kveðja góð,
Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 11:33
Uhhh.. var ekki Gylfi ráðinn án tilliti til flokka?, og er ekki VG líka í ríkisstjórn?
Er slæm hugmynd verri en engin hugmynd?
Er auðvelt að afgreiða málin með lélegum hugmyndum, og hreykja sér af því að engir aðrir hafi haft hugmynd, þó það sé ekki endilega rétt?
Svar: Já
Persónulega er mér alveg sama hvaðan góðar hugmyndir koma ef þær hjálpa okkur út úr þessarri krísu, en......
Hver borgar á endanum? á stóreignafólk á fá 20% niðurfellingu á sínum lánum eins og þeir sem minna meiga sín?
Á Jón að fá 2millj niðurfellingu á sínu 10millj króna láni?
Á séra Jón að fá 200millj niðurfellingu á sínu 1000millj króna láni?
hvar eru mörkin?
hver dregur mörkin?
eða eru engin mörk?
Hingað til hef ég ekki heyrt neinar útfærslur á þessu.
Þangað til ætla ég að leyfa mér að finnast þetta ekki góð hugmynd.
Birkir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:10
Takk fyrir athugasemdina Hrannar sem felur í sér upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Maður fær tár í augun þegar nakinn sannleikurinn blasir við.
Liður 1.,2.,5.,10.,11. eru allt lenging í ólinni fyrir skuldara, með tilheyrandi AUKNUM heildarkostnaði fyrir þá. Það kostar meira að skulda lengur.
Liður 3. hærri barnabætur nýtast þeim sem hafa lægri tekjur en 330 þúsund á mann/mánuði. Gögn sýna að það var frekar tekjuhærra fólkið sem tók erlendu lánin og situr uppi með tvöfalda greiðslubyrði og nýtist því þessi hækkun ekki, sérstaklega þeir sem nú hafa tvöfaldað vinnuna sína til að ná endum saman, þeir munu lenda í ofurtekjuskattþrepinu (500þ.+)
Liður 4. OK - takk fyrir að leyfa okkur að nota hluta launa okkar sem við lögðum sjálf í sparnað.
liður 6. Hvað í "#$& er samningskrafa?
Liður 7. Hámark dráttarvaxta er ákv af Seðlabanka, og helst í hendur við alm vaxtastig, EKKI ákvörðun ríkisstjórnar. Bankar ákveða svo sjálfir m.t.t. sinna hagsmuna hve háa vexti þeir inniheimta (upp að ákveðna hámarkinu)
Liður 8.og 9. hvaða máli skiptir af hvaða tekjum maður borgar skuldirnar sínar, þeim sem koma í formi bóta frá ríkinu eða launa? Engin hjálp.
12. Hjálp í gjaldþroti?
13. Opnað á mismunandi túlkanir einstaka aðila sem koma að mati á greiðslugetu. Aðferð snigilsins við úrlausn bráðavanda. Við þurfum bráðamóttöku, ekki langlegudeild. Það eru þúsundir manna á barmi örvæntingar. Núna!
14. Takk fyrir að leyfa okkur að leigja húsin okkar, sem við misstum út af almennu efnahagsástandi.
Er furða þótt fólk tárist? Hvað þarf að gerast svo ríkisstjórnin komi með raunverulegar lausnir til að hjálpa fólki? OK - kannski er ekki hægt að fella niður skuldir - en hvað er þá hægt að gera????
JB (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:17
Og hér ákveður Hrannar að pota vitleysunni líka.
Ellert Júlíusson, 25.3.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.