9.9.2007 | 23:44
Ásgeir Elíasson var einstakur
Mér brá í kvöld þegar ég frétti af því að höfðinginn hann Ásgeir Elíasson væri fallinn frá.
Þó svo Ásgeir hafi aldrei þjálfað mig þá kynntist ég honum í gegn um boltann. Ég mætti honum mjög oft, hvort sem hann var þjálfari Fram eða Þróttar. Ásgeir var einstaklega góður maður og bar mikla virðingu fyrir öllum. Leikmönnum sínum sem og andstæðingum. Ég efast um að aðrir hafi brosað jafn mikið á sinni æfi og hann Ásgeir. Geislaði af manninum, hvar sem hann var. Með hattinn góða eða ekki og húmorinn var til staðar hvar sem hann kom.
Ég hitti Ásgeir síðast fyrir u.þ.b. 2 vikum á ÍR vellinum eftir Old Boys leik milli ÍR og Stjörnunnar. Ásgeir var að vanda brosandi og hlæjandi og menn heilsuðu honum með virtum. Enda mikils metinn maður þar á ferð. Fyrirmynd allra sem vilja ná árangri.
Öll hans lið spiluðu skemmtilegan bolta og það skipti litlu sem engu máli hvaða menn voru innan liðsins. Stuttar sendingar og halda boltanum innan liðsins. Mottó sem margir þjálfarar og leikmenn hafa tekið til fyrirmyndar. Enda fáir þjálfarar og leikmenn unnið jafn mikla titla og meistarinn hann Ásgeir
Um leið og ég minnist þessa einstaka karakters, þá vilja ég votta fjölskyldu Ásgeirs mína dýpstu samúð, vinum og ættingjum sem og Frömurum, Þrótturum og ÍR-ingum sem nutu starfskrafta og alúðar þessa einstaka þjálfara og félaga.
Hvíl í friði Ásgeir.
Raggi
Um bloggið
Raggi
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 363
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.